Aðrir í hópnum ekki með veiruna

Daði og félagar geta fagnað þessum fregnum.
Daði og félagar geta fagnað þessum fregnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þau þrettán úr íslenska Eurovision-hópnum, sem gengust undir próf við kórónuveirusmiti í gær, reyndust ekki smituð samkvæmt niðurstöðum sem bárust rétt í þessu.

Frá þessu greinir ríkisútvarpið í tilkynningu.

Allur íslenski hópurinn mun gangast undir önnur próf, á miðvikudags- og  fimmtudagsmorgun.

Áfram í sóttkví

Ef sama niðurstaða fæst, og enginn í hópnum sýnir einkenni, munu Daði og Gagnamagnið stíga á svið á hinu svokallaða dómararennsli á miðvikudagskvöld og einnig í undanúrslitunum á fimmtudagskvöldið.

Í tilkynningunni eru meðlimir íslenska hópsins sagðir að vonum mjög glaðir með þessa þróun mála. Þeir muni halda áfram í sóttkví þangað til farið verður í prófið á miðvikudagsmorgun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar