RÚV sótti um og fékk undanþágu fyrir hópinn

Eurovision fer fram í Rotterdam í Hollandi í ár.
Eurovision fer fram í Rotterdam í Hollandi í ár. AFP

Eurovision-hópurinn fékk bólusetningu áður en hann hélt til Rotterdam þar sem keppnin fer fram í ár. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að beiðni um að hópurinn fengi að fara fram fyrir röðina eftir bólusetningu hafi komið frá Ríkisútvarpinu. Þar hafi meðal annars skipt máli að tíðni Covid-19 smita er mjög há í Hollandi.

„Við höfum verið frekar stíf á svona undanþágum og margir fengið neitun eftir að hafa sótt um. En eftir umræður var ákveðið að verða við því. Þannig að það var gert,“ segir Þórólfur.

Tíu dagar eru síðan hópurinn var bólusettur og segist Þórólfur vona að ekkert þeirra verði veikt af Covid-19 þrátt fyrir að smit hafi greinst við skimun hjá einum í hópnum. Hann segir að það sé alveg í það fyrsta að bóluefnið sé farið að virka eftir tíu daga en yfirleitt þurfi að líða tvær til þrjár vikur áður en það er. „Vonandi koma þau vel út úr þessu,“ bætir Þórólfur við en hópurinn á von á niðurstöðu úr skimun síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir