Stórstjörnur koma fram á Viaplay

The Kingdom
The Kingdom Ljósmynd/Henrik Ohsten

Það ríkir mikil eftirvæting fyrir lokaþáttaröðinni af sjónvarpsþáttunum The Kingdom, í Danmörku. Nú hafa fimm fyrstu dönsku stórstjörnunar verið kynntar til leiks, en það eru engir aðrir en Bodil Jörgensen, Ghita Nørby, Nicolas Bro, Peter Mygind og Sören Pilmark sem munu heilla fylgjendur The Kingdom þegar þriðja og síðasta serían kemur út árið 2022. Það verður Viaplay sem mun frumsýna þáttaröðina.

The Kingdom
The Kingdom Ljósmynd/Chr. Geisnæs

Óskarsverðlaunahafinn Lars Von Trier er handritshöfundur þáttanna. „Að taka þátt í fyrri þáttaröðum af The Kingdom eftir Lars Von Trier var mikil lífsreynsla og mjög lærdómsríkt tímabil í mínu lífi. Að hitta Lars var endurnýjun sem ég hef búið að allar götur síðan,“ segir Ghita Nörby.

Lars Von Trier er snillingur

Hún bætir við: „Að vera hluti af sjónsviði Lars, myndavélaauganu hans, er ólýsanleg ánægja. Þegar fréttist af því að hnýta ætti endi á The Kingdom og að Rigmor, þ.e. ég Ghita, myndi taka þátt á ný sem ein af eftirlifendum, þá gæti ég ekki hafa verið glaðari. Lars von Trier er snillingur.“ segir Ghita Nørby.

Lars von Trier leikstýrir þáttunum.
Lars von Trier leikstýrir þáttunum. Ljósmynd/Aðsend

Stjarna í 65 ár

Ghita Nørby sem snýr aftur í þættina í hlutverki svæfingalæknisins Rigmor Mortensen – nú sem sjúklingur á spítalanum sem hún stjórnaði sjálf í langan tíma. Í The Kingdom hefur ýmislegt hent Rigmor síðan hún kom síðast við sögu og nú ver hún tíma sínum í að valda reimleika í lyftunum á spítalanum. Í meira en 65 ár hefur stjarna Ghita Nørby skinið skært á sjónvarpsskjám og kvikmyndatjöldum, í gegnum fjölmörg glansandi hlutverk.

Stjarna í 65 ár
Stjarna í 65 ár Ljósmynd/Henrik Ohsten

Söguþráðurinn – Í örstuttu máli

Í The Kingdom heldur Lars von Trier áfram og bindur endi á heimsþekkta költsjónvarpsþáttaröð sína frá 10. áratugnum Riget: Draugasöguna um spítalann við klórtjarnirnar, þar sem illskan hefur náð fótfestu og læknavísindin heyja daglega baráttu við sig sjálf, með Svíunum og hinu yfirnáttúrulega og óútskýranlega þar sem hryllingur og hlátur blandast saman.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar