Spjallþáttastjórnandinn og uppistandarinn Trevor Noah og leikkonan Minka Kelly eru hætt saman. Parið byrjaði saman í ágúst í fyrra en nú skilur leiðir. Noah flytur uppistand í Laugardalshöllinni í maí á næsta ári.
Heimildarmaður People staðfesti um helgina að parið væri hætt saman. Um helgina sást Noah skemmta sér í Miami með vinum sínum. Kelly fór hins vegar nýverið í frí til Mexíkó.
Það verður að teljast ólíklegt að Minka komi með Noah til Íslands á næsta ári. Noah átti upphaflega að koma hingað með uppistand sitt í maí í fyrra en vegna kórónuveirufaraldursins varð ekkert af því. Uppistandssýningunni hefur verið frestað í heild um tvö ár.