Verðandi Íslandsvinur hættur með kærustunni

Trevor Noah og Minka Kelly eru hætt saman.
Trevor Noah og Minka Kelly eru hætt saman. Samsett mynd

Spjallþáttastjórnandinn og uppistandarinn Trevor Noah og leikkonan Minka Kelly eru hætt saman. Parið byrjaði saman í ágúst í fyrra en nú skilur leiðir. Noah flytur uppistand í Laugardalshöllinni í maí á næsta ári. 

Heimildarmaður People staðfesti um helgina að parið væri hætt saman. Um helgina sást Noah skemmta sér í Miami með vinum sínum. Kelly fór hins vegar nýverið í frí til Mexíkó.

Það verður að teljast ólíklegt að Minka komi með Noah til Íslands á næsta ári. Noah átti upphaflega að koma hingað með uppistand sitt í maí í fyrra en vegna kórónuveirufaraldursins varð ekkert af því. Uppistandssýningunni hefur verið frestað í heild um tvö ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar