Feðgarnir muni aldrei endurheimta samband sitt

Grant Harrold telur að Harry og Karl muni aldrei endurheimta …
Grant Harrold telur að Harry og Karl muni aldrei endurheimta samband sitt. RUBEN SPRICH

Grant Harrold, fyrrverandi bryti Karls Bretaprins, segir afar ólíklegt að Harry Bretaprins og Karl Bretaprins muni endurheimta sitt góða feðgasamband sem þeir áttu áður en Harry flutti til Bandaríkjanna. 

Harry opnaði sig um samband sitt við föður sinn í viðtalinu við Opruh Winfrey í mars. Í síðustu viku ræddi hann örstutt um föður sinn í hlaðvarpsviðtali við Dax Shepard. Harry sagði mikil sárindi vera á milli þeirra fegða. 

Harrold telur það nú ómögulegt að þeir feðgar geti nokkurn tímann sæst eftir að Harry hafi talað svo opinberlega um samband þeirra.

„Skaðinn er þegar skeður og það gerir mig leiðan því samband þeirra, eins og ég þekkti það, var fallegt, skemmtilegt og innilegt, það getur aldrei orðið þannig aftur,“ sagði Harrold í heimildarmyndinni Charles & Harry: Father and Son Divided.

Díana og Karl ásamt prinsunum Vilhjálmi og Harry árið 1995.
Díana og Karl ásamt prinsunum Vilhjálmi og Harry árið 1995. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar