Listakonan Anna Marie Tendler, eiginkona grínistans John Mulaney fór í meðferð á síðasta ári eftir að sögusganir voru á kreiki um að eiginmaður hennar hefði haldið framhjá henni.
Tendler og Mulaney standa nú í skilnaði en Mulaney sótti um skilnað eftir að hann lauk meðferð.
Slúðurdálkahöfundurinn AJ Benza greindi frá þessu í hlaðvarpsþættinum Fame, Ain't It A Bitch á dögunum. Þar segir Benza að Tendler hafi sótt meðferð í Silver Hill í Connecticut á síðasta ári. Þar sótti hún sér hjálpar vegna átröskunar og vanlíðan.
Á þeim tíma er Tendler fór í meðferð voru sögusagnir á kreiki að Mulaney væri reglulegur gestur á nektardansstöðum og stundaði það að gefa dönsurum númerið sitt. Sögusagnirnar voru þó ekki staðfestar í fjölmiðlum.
Mulaney fór í 60 daga áfengis- og vímuefnameðferð í desember á síðasta ári. Þegar hann kom úr meðferð í febrúar sótti hann um skilnað.