Lengsta bið í sögu Eurovision endar í kvöld

Elena Tsagrinou syngur um karlmann sem minnir hana á djöfulinn …
Elena Tsagrinou syngur um karlmann sem minnir hana á djöfulinn fyrir Kýpur í kvöld á fyrra undanúrslitakvöldi Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. AFP

Mikil eftirvænting ríkir fyrir fyrra undanúrslitakvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Rotterdam í kvöld. Aldrei í sögu söngvakeppninnar hefur henni verið aflýst. Því er þetta lengsta bið í sögunni.

Í kvöld keppa sextán þjóðir um tíu sæti á lokakvöldinu á laugardaginn. Blaðamaður fer yfir áhugaverðustu atriði kvöldsins.

The Roop hvetja fólk til að dansa einsamalt.
The Roop hvetja fólk til að dansa einsamalt. AFP

Litháen stígur fyrst á svið í kvöld. Litháum finnst ekkert mál að dansa einum, þau eru samt fimm saman á sviðinu. Í fyrra þegar allir héldu að Íslandi væri spáð sigri var Litháen reyndar efst í veðbönkum. Líkt og fleiri þjóðir í ár senda Litháar sama flytjanda í ár og í fyrra. Hópurinn kallar sig The Roop og flytur lagið Discoteque líkt og írskt drengjaband gerði frægt á síðustu öld. Við sjáum þau aftur á laugardaginn.

Rússneskar konur.
Rússneskar konur. AFP

Þriðja á svið er hin rússneska Manizha. Hér er um að ræða forvitnilegustu leikmyndina í ár. Manizha kemur inn á svið í felum inni í rússneskri dúkku, síðan verða einhverjar umbreytingar á sviðinu og áhorfendur munu líklega skemmta sér mjög vel. Lagið heitir Rússnesk kona og í textanum hvetur hún rússnesku konuna til að hafa trú á sér og segir henni að hún sé nógu sterk.

Sænski Tusse syngur af mikilli innlifun.
Sænski Tusse syngur af mikilli innlifun. AFP

Fyrir Svíþjóð syngur hinn nítján ára gamli Tusse. Hann er fæddur og uppalinn í Afríkuríkinu Kongó, en þrettán ára kom hann aleinn til Svíþjóðar og sótti um hæli sem flóttamaður. Ekki er ljóst af hverju hann var einn á ferð, en maður getur varla ímyndað sér hvaða aðstæður þrettán ára gamalt barn flýr aleitt þvert yfir heimskringluna. Lagið er ágætt og tilfinningin er mikil.

Gríska söngkonan Elena Tsagrinou syngur fyrir Cyprus.
Gríska söngkonan Elena Tsagrinou syngur fyrir Cyprus. AFP

Það er alltaf sérlega mikill hiti í kringum framlag Kýpur. Enn á ný senda Kýpverjar gríska söngkonu. Lagið fjallar um veruleikann að verða ástfangin af manni sem er slæmur á við djöfulinn, en lagið heitir El Diablo

Fjórir dansarar í níðþröngum rauðum kattarbúningum dansa djöfullega í kringum söngkonuna Elenu Tsagrinou sem syngur: „Heitari en Sriracha-sósa á líkama okkar, ta-taco tamale (sjá uppskrift), jibbí, ég er í þannig skapi.“ Elena Tsagrinou er vænleg til árangurs og er spáð öðru sæti í kvöld. 

Skærgrænar fjaðrir og endalaus vetur í Úkraínu.
Skærgrænar fjaðrir og endalaus vetur í Úkraínu. AFP

Úkraína er næstsíðust á svið með lagið Shum í flutningi Go_A hópsins. Hópurinn er nokkuð frægur í heimalandinu og tónlistarstefna hans er afar afbrigðileg samblanda af þjóðlagatónlist og svokallaðri EDM-tónlist, sem er eitt form danstónlistar. Aðalsöngvari hópsins ólst upp nálægt Tjernóbýl og mun Go_A bjóða upp á fyrsta flokks júróvitleysu.

Destiny frá Möltu syngur lagið Je Me Casse.
Destiny frá Möltu syngur lagið Je Me Casse. AFP

Möltu var um tíma spáð sigri samkvæmt veðbönkum, en síðustu daga hefur hún fallið niður um tvö sæti. Spekingar vilja kenna búningahönnuði um, en söngkona Möltu, Destiny, hefur verið í fjórum mismunandi búningum í gegnum æfingaferlið.

Þetta hefur ekki komið hinni átján ára Destiny úr jafnvægi, en hún hefur ekki slegið feilnótu síðan hún kom til Rotterdam. Lagið heitir Je me casse og er franskt slangur sem þýðist „Ég er farin“. Viðeigandi þar sem þetta er síðasta lag kvöldsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar