Demi Lovato skilgreinir sig sem kynsegin

Demi Lovato upplifir sig hvorki sem karl né konu.
Demi Lovato upplifir sig hvorki sem karl né konu. AFP

Demi Lovato skilgreinir sig nú sem kynsegin og kýs að nota fornafnið hán. Lovato opnaði sig með þessar nýjustu vendingar í lífi sínu á samfélagsmiðlum í gær. 

Kynsegin fólk skilgreinir sig hvorki sem karl né kona. 

„Í dag langar mig til að deila meiru úr lífi mínu með ykkur öllum. Það fyllir mig stolti að segja ykkur að ég skilgreini mig sem kynsegin og ætla formlega að breyta fornafni mínu í hán hér eftir,“ sagði hán í myndbandi á Twitter.

Hán sagði að hán hafi betur skilið kyn sitt eftir að hafa stundað mikla sjálfsvinnu undanfarið árið. „Mér finnst þetta endurspegla best hvernig ég upplifi kyn mitt,“ sagði Lovato. 

Hán stefnir að því að spjalla við annað kynsegin fólk í myndbandaseríu um kyn og kyngervi.

BBC

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar