Demi Lovato skilgreinir sig nú sem kynsegin og kýs að nota fornafnið hán. Lovato opnaði sig með þessar nýjustu vendingar í lífi sínu á samfélagsmiðlum í gær.
Kynsegin fólk skilgreinir sig hvorki sem karl né kona.
„Í dag langar mig til að deila meiru úr lífi mínu með ykkur öllum. Það fyllir mig stolti að segja ykkur að ég skilgreini mig sem kynsegin og ætla formlega að breyta fornafni mínu í hán hér eftir,“ sagði hán í myndbandi á Twitter.
Hán sagði að hán hafi betur skilið kyn sitt eftir að hafa stundað mikla sjálfsvinnu undanfarið árið. „Mér finnst þetta endurspegla best hvernig ég upplifi kyn mitt,“ sagði Lovato.
Hán stefnir að því að spjalla við annað kynsegin fólk í myndbandaseríu um kyn og kyngervi.
Every day we wake up, we are given another opportunity & chance to be who we want & wish to be. I’ve spent the majority of my life growing in front of all of you… you’ve seen the good, the bad, & everything in between. pic.twitter.com/HSBcfmNruo
— Demi Lovato (@ddlovato) May 19, 2021