Fyrrverandi aðstoðarkona kærir Manson

Ashley Walters hefur sakað Marilyn Manson um kynferðisofbeldi, kynferðislega áreitni …
Ashley Walters hefur sakað Marilyn Manson um kynferðisofbeldi, kynferðislega áreitni og líkamsárás. AFP

Ashley Walters, fyrrverandi aðstoðarkona tónlistarmannsins Marilyns Mansons, hefur kært Manson fyrir líkamsárás, kynferðisofbeldi og kynferðisáreitni. 

Lögmenn Walters skiluðu inn kærunni til dómstóla í Los Angeles-sýslu á þriðjudag. Í gögnum málsins kemur fram að hann hafi verið ofbeldisfullur yfirmaður sem skelfdi undirmenn sína, sagði vinum sínum að þeir mættu brjóta á Walters kynferðislega og að hann hafi látið hana vinna 48 tíma samfleytt.

Lögfræðingateymi Mansons neitar ásökunum. 

Lögmenn Walters segja Manson hafa „notað valdastöðu sína, frægð og tengsl til þess að níðast“ á fyrrverandi starfsmanni sínum. Þar segir að Walters hafi verið 26 ára þegar hún kynntist honum fyrst. Það var árið 2010.

Hann sendi henni skilaboð á MySpace og hrósaði henni fyrir vinnu sína en hún er ljósmyndari. Walters fór í heimsókn til hans í Hollywood til að skoða listaverk hans og ræða mögulegt samstarf.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar