Spennt að sýna sterka upptöku af atriðinu

Daði og Gagnamagnið keppir fyrir hönd Íslands á morgun í …
Daði og Gagnamagnið keppir fyrir hönd Íslands á morgun í undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Lovísa Tómasdóttir hannaði búningana. AFP

Lovísa Tómasdóttir búningahönnuður Gagnamagnsins segir að það hafi verið skellur að smit kom upp hjá íslenska Eurovision-hópnum. Hópurinn fór mjög varlega en þessi staða var alltaf möguleiki. Góð upptaka er til af atriðinu. 

„Við höfum verið ótrúlega varkár hérna úti svo þetta var auðvitað smá skellur en við tökum þessu með stökustu ró enda ekkert annað í stöðunni. Við vissum alltaf að þetta gæti gerst í þessu ástandi og við erum með gríðarlega sterka upptöku af atriðinu sem við erum spennt að sýna,“ segir Lovísa. 

Hún segir alla hafa verið í sóttkví síðan á sunnudaginn og það haldi áfram. Töluverð óvissa ríkir um framhaldið, til dæmis hvort þau sem eru neikvæð geti fengið að vera í græna herberginu á laugardaginn. „Fáum vonandi að vita meira í dag.“

Lovísa Tómasdóttir.
Lovísa Tómasdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar