„Þetta er ógeðslega svekkjandi“

Daði og Gagnamagnið við sérmerkta rafmagnsbíla í Rotterdam.
Daði og Gagnamagnið við sérmerkta rafmagnsbíla í Rotterdam. Ljósmynd/Rúnar Freyr Gíslason

Liðsmaður Gagnamagnsins sem greindist með kórónuveiruna í morgun er algjörlega einkennalaus, að sögn Gísla Marteins Baldurssonar, sem lýsir Eurovision-keppninni fyrir Ríkisútvarpið.

„Þetta er ógeðslega svekkjandi. Þau voru á leiðinni að vinna þetta með Think About Things í fyrra og eru núna ein af þeim sigurstranglegustu í þessari keppni og þá gerist þetta. Það eru allir búnir að fara rosalega varlega en við erum óheppin því það kemur upp smit á hótelinu sem við erum á,“ segir Gísli Marteinn, sem er í sóttkví á hótelherbergi sínu en má fara í 10 til 15 mínútna göngutúra. 

„Það er grár rigningardagur í Rotterdam í dag og það er aðeins einkennandi fyrir hvernig okkur líður núna þegar við höfum fengið þessar fréttir,“ bætir hann við.

Íslenski Eurovision-hópurinn áður en lagt var af stað til Rotterdam.
Íslenski Eurovision-hópurinn áður en lagt var af stað til Rotterdam. Ljósmynd/RÚV/Gísli Berg

Segir upptökuna mjög góða

Hann segist ekki vita hvaða þýðingu það hefur að einn meðlimur Gagnamagnsins hafi greinst smitaður og veit ekki hvort upptaka frá æfingu verður notuð í undanúrslitunum annað kvöld.

Í dag átti dagskrá hópsins að vera þannig að klukkan 13 að íslenskum tíma átti að vera æfing og klukkan 19 átti að vera dómararennsli. Á morgun átti aftur að vera æfing klukkan 13 og svo keppnin sjálf annað kvöld.

Gísli segir upptökuna frá lokaæfingu hópsins vera mjög góða. „Við erum fullsæmd af því. Á meðan atriðið er í loftinu sést enginn munur á þeirri upptöku og hinu en það sést aðeins undir lokin,“ segir hann og bendir á atriði Ástrala í gær sem var tekið upp fyrir fram og enginn stóð á sviðinu í lokin þegar klappað var fyrir laginu.

„Ég veit ekki hvað gerist. Við höldum í einhverja von en við vitum ekkert hvað það þýðir,“ segir Gísli um framhaldið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað sem vefst fyrir þér á vinnustað þínum. Fólk er með þrjósksta móti og því munu sennilega öll samskipti reyna á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað sem vefst fyrir þér á vinnustað þínum. Fólk er með þrjósksta móti og því munu sennilega öll samskipti reyna á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Jenny Colgan