Veðbankar hafa ennþá trú á Daða og Gagnamagninu

Fréttir um jákvætt covid smit hjá hljómsveitarmeðlim Gagnamagnsins virðast ekki …
Fréttir um jákvætt covid smit hjá hljómsveitarmeðlim Gagnamagnsins virðast ekki hafa haft teljandi áhrif á sigurlíkur Íslands sem eru ennþá í kringum 6% Ljósmynd/Gísli Berg / RÚV

Fréttir um jákvætt Covid-smit hjá hljómsveitarmeðlim Gagnamagnsins virðast ekki hafa haft teljandi áhrif á sigurlíkur Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, ef marka má erlenda veðbanka. Sem stendur er Daða og Gagnamagninu spáð fimmta sæti í lokakeppninni á laugardaginn, en Úkraínu er nú spáð fjórða sæti eftir frammistöðu þeirra á fyrra undanúrslitakvöldinu í gær. 

Daði og Gagnamagnið er spáð fimmta sæti þrátt fyrir jákvætt …
Daði og Gagnamagnið er spáð fimmta sæti þrátt fyrir jákvætt covid smit hljómsveitarmeðlims. Ljósmynd/Gísli Berg / RÚV

Ljóst er að Daði og Gagnamagnið munu ekki koma fram í beinni útsendingu hvorki í undanúrslitum annað kvöld né í lokakeppninni á laugardaginn. Draumur Daða og Gagnamagnsins að flytja lagið 10 Years á stóra sviðinu í beinni útsendingu er því úti. 

Eurovision 2021
Eurovision 2021 Ljósmynd/Gísli Berg / RÚV

Framlag Íslands verður því flutt af upptöku frá annarri æfingu Daða og Gagnamagnsins fimmtudaginn 13. maí. Samkvæmt heimildum tókst æfingin frábærlega og því ennþá tilefni til hóflegrar bjartsýni á gott gengi Gagnamagnsins okkar í Rotterdam á laugardaginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar