Daði og Gagnamagnið komin í úrslit Eurovision

Daði og Gagnamagnið.
Daði og Gagnamagnið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Daði og Gagnamagnið eru komin í úrslit Eurovision-keppninnar sem fara fram í Rotterdam á laugardagskvöld. 

Þetta varð ljóst að lokinni atkvæðagreiðslu seinni undanúrslitanna í kvöld. Í keppninni var notast við upptöku frá æfingu íslenska hópsins vegna Covid-smits liðsmanns Gagnamagnsins. 

Daði og Gagnamagnið munu heldur ekki stíga á svið í úrslitunum á laugardaginn vegna smitsins og því verður sama upptaka notuð það kvöld. 

Ísland var sjötta lagið sem var tilkynnt áfram af kynnum Eurovision-keppninnar. Hinar þjóðirnar sem komust áfram í úrslitin voru Albanía, Serbía, Búlgaría, Grikkland, Moldóva, Portúgal, Sviss, San Marínó og Finnland. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar