Daði og Gagnamagnið eru komin í úrslit Eurovision-keppninnar sem fara fram í Rotterdam á laugardagskvöld.
Þetta varð ljóst að lokinni atkvæðagreiðslu seinni undanúrslitanna í kvöld. Í keppninni var notast við upptöku frá æfingu íslenska hópsins vegna Covid-smits liðsmanns Gagnamagnsins.
Daði og Gagnamagnið munu heldur ekki stíga á svið í úrslitunum á laugardaginn vegna smitsins og því verður sama upptaka notuð það kvöld.
Ísland var sjötta lagið sem var tilkynnt áfram af kynnum Eurovision-keppninnar. Hinar þjóðirnar sem komust áfram í úrslitin voru Albanía, Serbía, Búlgaría, Grikkland, Moldóva, Portúgal, Sviss, San Marínó og Finnland.
EUROVISION!!! pic.twitter.com/nDp7LrhpmY
— Daði Freyr 🥑 (@dadimakesmusic) May 20, 2021