Hlakkar til en hefði viljað vera í höllinni

Daði Freyr Pétursson.
Daði Freyr Pétursson. Ljósmynd/RÚV/Gísli Berg

Daði Freyr Pétursson segist hlakka til laugardagsins þegar hann og Gagnamagnið taka þátt í úrslitum Eurovision-keppninnar í Rotterdam. Lag þeirra, 10 Years, var eitt þeirra laga sem komust áfram úr undanúrslitunum fyrr í kvöld.

„Ég hlakka til á laugardaginn. Það var gaman núna. Það hefði verið skemmtilegra að vera í höllinni en við erum hæstánægð,“ sagði Daði í stuttu samtali við mbl.is að loknum undanúrslitunum.

Daði þakkaði jafnframt fyrir sig og sína á Twitter:

Sjötta sem var tilkynnt

Ísland var sjötta lagið sem var til­kynnt áfram af kynn­um Eurovisi­on-keppn­inn­ar. Hinar þjóðirn­ar sem komust áfram í úr­slit­in voru Alban­ía, Serbía, Búlga­ría, Grikk­land, Moldóva, Portúgal, Sviss, San Marínó og Finn­land. 

Í keppn­inni í kvöld var not­ast við upp­töku frá æf­ingu ís­lenska hóps­ins vegna Covid-smits liðsmanns Gagna­magns­ins. Daði og Gagna­magnið munu held­ur ekki stíga á svið í úr­slit­un­um á laug­ar­dag­inn vegna smits­ins og því verður sama upp­taka notuð það kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar