Ástin blómstrar í Eurovision

Tix er skotinn í Efendi.
Tix er skotinn í Efendi. Samsett mynd

Norski Eurovision-keppandinn Andreas Haukeland, betur þekktur sem Tix, hefur gert hosur sínar grænar fyrir tónlistarkonunni Efendi sem keppir fyrir hönd Aserbaídsjan í Eurovision. 

Tix sagði frá því á Instagram í gær að hann stefndi að því að bjóða Efendi á stefnumót. Þá sýndi hann einnig klippu af fagnaðarlátum sínum, sem margir hefðu kannski haldið að væri frá því þegar hann komst áfram á þriðjudagskvöldið. Sannleikurinn er hins vegar sá að hann hoppaði og skoppaði af gleði þegar Efendi og stúlkurnar frá Aserbaídsjan komust áfram. 

Efendi sýndi svo stóran og fallegan blómvönd sem Tix sendi á hótelið hennar í gær.

Samsett mynd
Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar