Viðskiptakonan Kylie Jenner og rapparinn Travis Scott eru byrjuð aftur saman. Þau hafa þó gert samkomulag um að þau megi einnig vera með öðru fólki.
Jenner og Scott hættu saman í lok árs 2019. Þau eiga dótturina Stormi saman sem varð þriggja ára í febrúar. Nýlega fóru þau saman með dóttur sína og frænkur hennar í Disneyland og þá fóru sögusagnir á kreik um að þau væru byrjuð aftur saman.
Nokkrum vikum áður höfðu þau farið á þrefalt stefnumót með systur Jenner, Kendall, kærasta hennar Devin Booker og Justin og Hailey Bieber.
Fregnir TMZ herma nú að Jenner og Scott séu byrjuð aftur saman.