Byrjuð aftur saman en í opnu sambandi

Travis Scott og Kylie Jenner.
Travis Scott og Kylie Jenner. AFP

Viðskiptakonan Kylie Jenner og rapparinn Travis Scott eru byrjuð aftur saman. Þau hafa þó gert samkomulag um að þau megi einnig vera með öðru fólki. 

Jenner og Scott hættu saman í lok árs 2019. Þau eiga dótturina Stormi saman sem varð þriggja ára í febrúar. Nýlega fóru þau saman með dóttur sína og frænkur hennar í Disneyland og þá fóru sögusagnir á kreik um að þau væru byrjuð aftur saman. 

Nokkrum vikum áður höfðu þau farið á þrefalt stefnumót með systur Jenner, Kendall, kærasta hennar Devin Booker og Justin og Hailey Bieber. 

Fregnir TMZ herma nú að Jenner og Scott séu byrjuð aftur saman.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar