Hægt að kjósa Natan núna

Natan Dagur æfir fyrir undanúrslitakvöld í Voice.
Natan Dagur æfir fyrir undanúrslitakvöld í Voice. Ljósmynd/Aðsend

Natan Dag­ur söng lagið All I Want með írsku hljóm­sveit­inni Kodal­ine er hann steig á svið í kvöld í norska Voice. Undanúr­slit keppn­inn­ar fara nú fram. 

Þegar hef­ur verið opnað fyr­ir net­kosn­ingu á vefsíðu TV2, sjón­varps­stöðvar­inn­ar sem fram­leiðir þætt­ina. 

Sem fyrr get­ur hver sem er kosið á tv2.no. Hver og einn get­ur kosið þris­var. 

Sjá má borðann efst á síðu TV2 sem þarf að …
Sjá má borðann efst á síðu TV2 sem þarf að smella á til að kjósa. Skjá­skot

Sex kepp­end­ur eru eft­ir í keppn­inni, og munu neðstu tveir kepp­end­ur detta út í þess­ari um­ferð keppn­inn­ar. Fjór­ir stiga­hæstu kepp­end­urn­ir fara áfram í úr­slita­kvöldið sem verður í beinni út­send­ingu í Nor­egi 28. maí. 

Sam­kvæmt veðbönk­um í Nor­egi er Natani spáð þriðja sæti og því góður mögu­leiki á að hann kom­ist áfram, með góðum stuðningi frá Íslandi kannski alla leið til sig­urs.

Hér má hlusta á lagið sem Natan mun syngja í upp­runa­legri út­gáfu: 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Gættu vel að framkomu þinni í fjölmenni og að gera ekkert sem getur valdið athugasemdum. Innst inni veistu að þú munt ná þér aftur á strik.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Gættu vel að framkomu þinni í fjölmenni og að gera ekkert sem getur valdið athugasemdum. Innst inni veistu að þú munt ná þér aftur á strik.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell