Ísland verður númer 12

Daði og Gagnamagnið á æfingu í Rotterdam.
Daði og Gagnamagnið á æfingu í Rotterdam. EBU/THOMAS HANSES

Framlag Íslands verður númer tólf í lokakeppni Eurovision (Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva) sem haldin verður í Rotterdam annað kvöld. Flutningur Daða og gagnamagnsins á lagi þeirra, 10 Years, skilaði Íslandi sæti í lokakeppninni.

Alls eru 26 lög í lokakeppninni og er það Kýpur sem hefur keppnina. Næstur á undan Daða og Gagnamagninu verður Svisslendingurinn Gjon Muharremaj með lagið Tout l'Univers. 

Norðurlandaþjóðunum gekk vel í undankeppnunum og komust auk Íslands þrjár þeirra áfram, Finnland, Noregur og Svíþjóð.

Nota þurfti upptöku af æfingu Daða og Gagnamagnsins vegna kórónuveirusmits sem upp kom í hópnum fyrr í vikunni. 

Daði á æfingu í Rotterdam.
Daði á æfingu í Rotterdam. EBU/THOMAS HANSES

„Ég hlakka til á laugardaginn. Það var gaman núna. Það hefði verið skemmtilegra að vera í höllinni en við erum hæstánægð,“ sagði Daði í stuttu samtali við mbl.is í gærkvöldi. 

Ekki liggur fyrir í hvaða sæti Ísland hafnaði í seinni undankeppninni í gærkvöldi en það er ekki gefið upp fyrr en að keppni lokinni. 

Hér má lesa um árangur Íslands í keppninni hingað til.

Hér má lesa upplýsingar um Daða og Gagnamagnið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir