„Hann hefur verið mjög upptekinn undanfarna daga við að sinna viðtölum. Það er pressa alls staðar að; frá Bretlandi, frá Skandinavíu og Ástralíu. Hann var í stóru viðtali hjá CNN og í vinsælasta morgunþætti Bretlands,“ segir Felix Bergsson, hópstjóri íslenska Eurovisionliðsins, í samtali við mbl.is frá Rotterdam í dag.
Hann segir Daða Frey fá mjög mikla athygli frá alþjóðlegum fjölmiðlum.
Daði gaf í gær út Welcome, nýja EP-plötu eða smáskífu, sem fengið hefur gríðarlega góðar undirtekir sem og hófst miðasala á tónleikaröð Daða Freys í gær.
Skemmst er frá því að segja að miðar seldust upp á um klukkustund í einhverjum borgum. Felix segir til að mynda að tónleikar í Amsterdam hafi selst upp á nokkrum mínútum.
The https://t.co/Sq3LW4zCeC tour is live everywhere now!
— Daði Freyr 🥑 (@dadimakesmusic) May 21, 2021
some of the shows are already sold out in a few hours 🤯🤯🤯 I can’t thank you enough, but I will try! thank you thank you thank you thank you thank you thank you thank you thank you thank you thank you thank you thank you thank you thank you thank you thank you thank you...
— Daði Freyr 🥑 (@dadimakesmusic) May 21, 2021