Ísland lenti í fjórða sæti í Eurovision

Daði og Gagnamagnið kepptu fyrir hönd Íslands í Eurovision í …
Daði og Gagnamagnið kepptu fyrir hönd Íslands í Eurovision í kvöld. AFP

Ísland fékk alls 378 stig í Eurovision og enduðu fulltrúar Íslands, Daði og Gagnamagnið, í fjórða sæti. Ísland fékk 198 stig frá dómnefndum og endaði í fimmta sæti í dómaravalinu. Almenningur veitti Íslandi 180 stig. Ítalía vann keppnina með 524 stig. Í öðru sæti varð Frakkland með 499 stig og í þriðja sæti Sviss með 432 stig. 

Sigurlagið, það frá Ítalíu, heitir Zitti E Buoni og var flutt af rokkhljómsveitinni Måneskin.

Ítalir sigruðu keppnina í ár með rokklagi.
Ítalir sigruðu keppnina í ár með rokklagi. AFP

Stig til Íslands frá dómnefndum skiptust með eftirfarandi hætti:

  • 12: Austurríki
  • 10: Bretland, Pólland, Slóvenía, Lettland, Króatía, Danmörk, Holland
  • 8: Portúgal, Finnland, ítalía, Eistland, Ástralía, Írland, Tékkland
  • 7: Svíþjóð
  • 6: Georgía
  • 5: Moldóva, Sviss
  • 4: Úkraína, Litháen
  • 3: Þýskaland, Frakkland
  • 2: Noregur 
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar