Ef marka má samfélagsmiðilinn Twitter voru nær allir Íslendingar í skýjunum með frammistöðu Daða og Gagnamagnsins í Eurovision í kvöld. Reyndar er frammistaðan sú sama og í undankeppninni á fimmtudag en það virðist ekki hafa truflað íslenska áhorfendur.
Edda Falak í Eigin konum dásamaði Árnýju Fjólu Gagnamagnsliðsmann:
Getur konan hans Daða verið konan mín? HÆTTU HVAÐ HUN ER SÆT #12stig
— edda falak (@eddafalak) May 22, 2021
Kolbrún Birna rifjaði upp fyrri Eurovision-lög Daða og félaga:
Hvernig er Daði bara búinn að semja þrjú fullkomin Eurovision lög??????? #12stig
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) May 22, 2021
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, var hæstánægður með Daða og félaga.
Þetta skot af Daða brosandi í vindvélinni er það besta sem Ísland hefur gert í Júró. Ever. Djöfuls snilld hjá ykkur @dadimakesmusic ❤️❤️❤️ #12stig
— Jóhannes Þór (@johannesthor) May 22, 2021
Aníta Rós óskaði eftir fjölskyldu í grænum peysum:
Er með gæsahúð og tár og óráði 🥺 Vil að allir í Gagnamagninu séu fjölskyldan mín #12stig
— Anita Rós (@anitarosth) May 22, 2021
Dáleiðsluáhrifum lagsins var velt upp:
Strákurinn minn hefur ekki stoppað í allt kvöld, um leið og Ísland kom á skjáinn settist hann niður og varð eins og dáleiddur 😭😍 #12stig
— Kristrún Emilía (@KristrunEmilia) May 22, 2021
Stefán Máni rithöfundur er ánægðastur með Sviss og Ísland:
Topp fimm listi í mótun. So far:
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) May 22, 2021
Sviss
Ísland
Meira síðar! #12stig
Ýmsir voru sammála Gísla Marteini Baldurssyni hvað varðar betri og betri frammistöðu.
Hvernig stendur á því að lagið hans Daða/okkar verður bara betra og betra? #eurovision #12stig
— Sigurdur Haraldsson (@sighar) May 22, 2021