Katrín sendir Daða og Gagnamagninu baráttukveðjur

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendi Daða Frey og Gagnamagninu, keppendum Íslands í Eurovision, hvatningu í færslu á Facebook í dag. 

„Við tengjum öll við tilfinninguna að missa af mikilvægum hlutum vegna kórónuveirunnar – en að missa af því að troða upp á stóra sviðinu í Eurovision vegna veirunnar – og sýna um leið svo ótrúlega samheldni og ábyrgð – það er okkur öllum bæði innblástur og hvatning,“ skrifar Katrín.

„Samheldnin hefur skilað okkur ótrúlegum árangri undanfarin misseri og um leið höfum við upplifað hve dýrmætt æðruleysið er gagnvart svona atburðum. Við erum öll með Daða og Gagnamagninu í liði í kvöld og styðjum þau alla leið. Áfram Ísland!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar