Greta Salóme Stefánsdóttir, tónlistarkona og gamall Eurovision-fari, sendi Daða og Gagnamagninu góða strauma á Instagram á fimmtudaginn. Með kveðjunni birti Greta Salóme mynd af sér og Daða Frey Péturssyni en þau eiga ekki hæðina sameiginlega.
Greta Salóme greindi frá því að hún væri 156 sentímetrar á hæð í viðtali við Fréttatímann árið 2012. Daði Freyr Pétursson er hins vegar 208 sentímetrar. Munurinn á þeim er því 52 sentímetrar. Ef sentímetrafjöldi Daða gefur vísbendingu um stigafjölda Íslands í úrslitunum er von á góðu.
Árið 2012 tók Greta Salóme þátt í Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva ásamt Jóni Jósepi Snæbjörnssyni. Greta og Jónsi komust upp úr undankeppninni og lentu í 20. sæti. Hún var aftur með árið 2016 þegar hún flutti Hear Them Calling en komst ekki áfram úr undankeppninni.