Seinni skimun fyrir Covid-19 hjá Daða Frey Eurovisionfara skilaði neikvæðu prófi og er Daði því laus úr sóttkví.
Frfá þessu greinir hann á twitterreikningi sínum.
Daði og Gagnamagnið munu þó ekki stíga á svið í Rotterdam eins og áður hefur verið greint frá.
Í samtali við mbl.is segir Felix Bergsson, hópstjóri íslenska Eurovision-hópsins, að núna séu allir í hópnum komnir úr sóttkví nema þrír; Jóhann í Gagnamagninu sem smitaðist af Covid-19, Stefán úr Gagnamagninu og starfsmaður Ríkisútvarpsins sem reyndist einnig smitaður af Covid-19.
Stefán í Gagnamagninu var í meiri samskiptum en aðrir við Jóhann áður en ljóst var að hann væri smitaður og var því gert að vera í lengri sóttkví en aðrir í hópnum.
Hópurinn mun horfa saman á keppnina í kvöld með svipuðu sniði og sást á fimmtudagskvöldið. Felix segir ekki sömu fjarlægðartakmarkanir gilda þar sem hópurinn sem verður saman er laus úr sóttkví.
I just tested negative again... so that’s something
— Daði Freyr 🥑 (@dadimakesmusic) May 22, 2021