„Okkur fannst við þurfa á peppinu að halda“

Lyrika skeytir saman þremur lögum Daða og Gagnamagnsins; Is This …
Lyrika skeytir saman þremur lögum Daða og Gagnamagnsins; Is This Love?, Think About Things og 10 Years. Frá vinstri: Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir, Sigrún Ósk Jóhannsdóttir og Ester Auðunsdóttir. Skjáskot/Youtube

Í tilefni úrslitakvölds Eurovision birti sönghópurinn Lyrika stórskemmtilega söngsyrpu þar sem þremur lögum Daða og Gagnamagnsins er skeytt saman í glæsilegum a cappella-stíl. Hópinn skipa þrjár vinkonur sem allar kynntust í kórastarfi.

„Þetta var búið að vera lengi í bígerð,“ segir Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir í samtali við mbl.is, en auk hennar skipa Ester Auðunsdóttir og Sigrún Ósk Jóhannsdóttir sönghópinn.

„Nú eru komin þrjú lög sem samin voru fyrir Eurovision [með Daða og Gagnamagninu] og okkur fannst við þurfa á peppinu að halda. Svo við ákváðum að slá til.“

Guðrún spáir Íslandi góðu gengi í kvöld; hún telur það öruggt að Daði og Gagnamagnið muni lenda í einhverju af fimm efstu sætunum.

Eurovision-syrpu Lyriku, sem Sigrún Ósk útsetti, má sjá og heyra hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach