Rapparinn A$AP Rocky segir að söngkonan Rihanna sé eina rétta konan fyrir hann. Parið hefur verið sambandi í um ár en fyrir það voru þau vinir til margra ára.
Í viðtali við tímaritið GQ fór rapparinn fögrum orðum um kærustu sína og sagði hana „ástina í lífi sínu“.
Aðspurður hvernig það væri að vera í sambandi og hvort það væri betra en að vera einhleypur sagði Rocky að það væri svo miklu miklu betra eftir að hann hefði fundið þá einu réttu.
„Þegar þú veist, þá veistu. Hún er sú eina rétta.“
Rocky sagði einnig að hann sæi fyrir sér að stofna fjölskyldu í framtíðinni og hann hefði mikla trú á sér í föðurhlutverkinu. „Ég held ég yrði stórkostlegur, alveg magnaður faðir. Ég myndi eiga mjög töff krakka. Mjög.“