Segir Rihönnu vera einu konuna fyrir sig

A$AP Rocky er ástfanginn upp fyrir haus af Rihönnu.
A$AP Rocky er ástfanginn upp fyrir haus af Rihönnu. Skjáskot/Instagram

Rapparinn A$AP Rocky segir að söngkonan Rihanna sé eina rétta konan fyrir hann. Parið hefur verið sambandi í um ár en fyrir það voru þau vinir til margra ára. 

Í viðtali við tímaritið GQ fór rapparinn fögrum orðum um kærustu sína og sagði hana „ástina í lífi sínu“.

Aðspurður hvernig það væri að vera í sambandi og hvort það væri betra en að vera einhleypur sagði Rocky að það væri svo miklu miklu betra eftir að hann hefði fundið þá einu réttu. 

„Þegar þú veist, þá veistu. Hún er sú eina rétta.“

Rocky sagði einnig að hann sæi fyrir sér að stofna fjölskyldu í framtíðinni og hann hefði mikla trú á sér í föðurhlutverkinu. „Ég held ég yrði stórkostlegur, alveg magnaður faðir. Ég myndi eiga mjög töff krakka. Mjög.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar