Daða og Gagnamagninu er nú spáð sjötta sæti í Eurovision-keppninni sem hefst nú eftir örskamma stund. Þetta kemur fram á nýjustu tölum Oddschecker.
Áður en undankeppnin fór fram var fulltrúum Íslands spáð fimmta sæti í keppninni, með 6% líkur á sigri. Sú tala hefur nú lækkað um eitt prósent, og Gagnamagnið dottið niður um eitt sæti.
Úrslit Eurovision-söngvakeppninnar hefjast kl. 19:00.
tonight I will sit in a hotel and watch Eurovision for the 5th night in a row
— Daði Freyr 🥑 (@dadimakesmusic) May 22, 2021