Daði og Gagnamagnið „stigu“ á svið í Eurovision-keppninni í Amsterdam í kvöld. Hljómsveitin var þó ekki á staðnum heldur var myndbandsupptaka af flutningnum spiluð fyrir áhorfendur. Þrátt fyrir það fögnuðu áhorfendur íslenska hópnum ákaft.
Þrátt fyrir að Daði og félagar hefðu ekki verið á sviðinu í persónu leyndu fagnaðarlætin sér ekki.
„Var þetta ekki bara betra en á fimmtudaginn? Ég held það bara, svei mér þá,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson, sem lýsir keppninni á RÚV, í gríni. Ísland keppti í undankeppni Eurovision á fimmtudag en þá var sama myndbandsupptaka spiluð og í kvöld.
Þá sagði Gísli að stemmningin í salnum hefði verið góð meðan á flutningi íslenska hópsins stóð og sungið hefði verið með.
Fréttin hefur verið uppfærð