„Var þetta ekki bara betra en á fimmtudaginn?“

Daði og Gagnamagnið á sviði.
Daði og Gagnamagnið á sviði. AFP

Daði og Gagnamagnið „stigu“ á svið í Eurovision-keppninni í Amsterdam í kvöld. Hljómsveitin var þó ekki á staðnum heldur var myndbandsupptaka af flutningnum spiluð fyrir áhorfendur. Þrátt fyrir það fögnuðu áhorfendur íslenska hópnum ákaft.

Þrátt fyrir að Daði og félagar hefðu ekki verið á sviðinu í persónu leyndu fagnaðarlætin sér ekki. 

„Var þetta ekki bara betra en á fimmtudaginn? Ég held það bara, svei mér þá,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson, sem lýsir keppninni á RÚV, í gríni. Ísland keppti í undankeppni Eurovision á fimmtudag en þá var sama myndbandsupptaka spiluð og í kvöld.

Þá sagði Gísli að stemmningin í salnum hefði verið góð meðan á flutningi íslenska hópsins stóð og sungið hefði verið með. 

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýr kafli er að hefjast í þínu lífi fullur af ást og gleði. Mundu að fara varlegaí í umferðinni og brosa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka