Daði og félagar á leiðinni heim

Daði og Gagnamagnið í gærkvöldi.
Daði og Gagnamagnið í gærkvöldi. Gísli Berg/RÚV

„Staðan er þannig að megnið af hópnum er á leiðinni heim, restin kemur heim einhvern tímann í vikunni,“ segir Felix Bergsson, hópstjóri íslensku Eurovision-faranna, í samtali við mbl.is frá Rotterdam. 

Sjálfur ætlar Felix að hinkra eftir þeim liðsmönnum Gagnamagnsins sem enn eru í sóttkví og gátu því ekki haldið heim á leið í dag. 

„Það eru allir glaðir eftir gærkvöldið, svolítið dasaðir eftir nóttina og eftir þessa lífsreynslu sem þessi ferð var. Núna eru menn að jafna sig eftir þetta allt saman og líka að fara í gegnum allar fallegu kveðjurnar sem við höfum fengið. Það er ekki séns að ná að svara þessu öllu saman. Það er svo mikil gleði,“ segir Felix um líðan hópsins. 

Daði Freyr setti mynd á facebooksíðu sína fyrir um klukkustund þar sem hann þakkar fyrir sig og segist nú munu snúa sér að næstu málum. Færslan var lækuð yfir sjö þúsund sinnum á innan við klukkustund.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar