Hljómsveitin Daði og Gagnamagnið, sem keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision í gær, er komin til Íslands. Frá þessu greinir RÚV á Facebook. Þó er ekki allur hópurinn kominn til Íslands, enda greindust tvö smit innan hans, annað hjá starfsmanni en hitt hjá hljómsveitarmeðlimi.
Þeir sem smituðust eru enn í Rotterdam, þar sem keppnin fór fram, og sæta þar einangrun.
Hljómsveitin lenti í fjórða sæti keppninnar og hlaut alls 378 stig.