Daði og Gagnamagnið enduðu í öðru sæti í undanúrslitum Eurovision síðasta fimmtudag. Ísland fékk þá í heildina 288 stig, en Sviss vann riðilinn með þremur stigum.
Finnland fékk flest stig úr símaatkvæðagreiðslu, 150, og Ísland kom þar á eftir með 148 stig. Þá fékk Sviss 135 stig úr atkvæðagreiðslunni, en 156 stig frá dómnefnd. Búlgaría fékk síðan 149 stig frá dómnefnd og Ísland 140 stig.
Malta vann fyrri undanúrslitariðilinn með 325 stig, talsvert fleiri en Sviss fékk á síðara undanúrslitakvöldinu. Úkraína fékk flest stig úr símaatkvæðagreiðslu, 164. Malta kom þar á eftir með 151 stig og síðan Litháen með 137 stig. Malta fékk langflest stig frá dómnefndinni, 174, en Rússland næstflest, 117. Þá fékk Úkraína 103 stig frá dómnefnd.