Mun fara í fíkniefnapróf við heimkomuna

Ítalski hópurinn.
Ítalski hópurinn. AFP

Damiano Dav­id, söngv­ari ít­ölsku sveit­ar­inn­ar Må­neskin sem vann Eurovisi­on 2021 í gær­kvöldi, mun fara sjálfviljugur í fíkniefnapróf eftir komuna til Ítalíu, en mynd­band af Dav­id beygja sig niður og hnykkja höfðinu til hliðar hef­ur verið til umræðu á sam­fé­lags­miðlum. Hafa ýmsir velt því upp hvort söngvarinn hafi verið að fá sér kókaín. 

David sagði í yfirlýsingu á Instagram, sem og á blaðamannafundi í gærkvöldi, að hann neytti ekki eiturlyfja. 

Í yfirlýsingu frá Eurovison segir að aðstandendur keppninnar séu meðvitaðir um orðróminn. Hljómsveitin hafi sjálf þvertekið fyrir meinta kókaínneyslu og David muni fara í fíkniefnapróf við komuna til Ítalíu. Hljómsveitin hafi beðið um að fara í lyfjapróf strax í gærkvöldi en Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hafi ekki getað komið því í kring með svo skömmum fyrirvara. 

„Hljómsveitin, umboðsmenn þeirra og sendinefndin hafa upplýst okkur um að engin eiturlyf hafi verið til staðar í græna herberginu og útskýrt að glas hafi brotnað við borðið og söngvarinn hafi verið að þrífa það upp. EBU (Samband evrópskra sjónvarpsstöðva) getur staðfest að brotið glas fannst við skoðun á vettvangi. Við erum enn að skoða myndefnið vel og munum miðla frekari upplýsingum áfram þegar þar að kemur,“ segir í yfirlýsingunni. 

Myndbrotið sem um ræðir má sjá hér að neðan: 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar