Boris Johnson skipuleggur brúðkaupið

Boris Johnson og unnustan Carrie Symonds á rúgbí-leik í fyrra.
Boris Johnson og unnustan Carrie Symonds á rúgbí-leik í fyrra. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, munu ganga í það heilaga 30. júlí á næsta ári.

Kórónuveirufaraldurinn hefur neytt parið til að fresta brúðkaupinu, en í grein götublaðsins Sun segir að skötuhjúin hafi nú sent ættingjum og vinum kort þar sem þeir séu beðnir um að taka frá umræddan dag, 30. júlí 2022, sem er laugardagur.

Johnson og Symonds hafa verið saman frá árinu 2018 og eiga þau einn son, sem fæddist fyrir rúmu ári. Symonds, sem er 33 ára gömul, var áður yfirmaður almannatengsladeildar Íhaldsflokksins, og kynntust þau þar.

Johnson er aftur á móti 56 ára gamall, tvígiftur, og á að minnsta kosti sex börn, þar af fjögur með annarri eiginkonu sinni.

Þegar Boris Johnson var kjörinn forsætisráðherra árið 2019 varð hann fyrsti forsætisráðherra landsins til að flytja inn í forsætisráðherrabústaðinn í Downingstræti með kærustu sinni, allir aðrir forsætisráðherrar hafa ýmist verið giftir eða einhleypir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka