Eurovision-ófarir skrifist ekki á Brexit

James Newman, breski þátttakandinn, hafði ekki erindi sem erfiði.
James Newman, breski þátttakandinn, hafði ekki erindi sem erfiði. AFP

Ófarir Breta í Eurovision þetta árið skrifast ekki á óánægju í kjölfar Brexit heldur lélegt lagaval. Þetta segir Elizabeth Truss, ráðherra alþjóðaviðskipta í bresku ríkisstjórninni, en hún var til viðtals á útvarpsstöðinni LBC í morgun.

James Newman hafnaði neðstur allra í keppninni með núll stig. Nokkur önnur ríki, Holland, Þýskaland og Spánn, fengu núll stig úr símakosningunni en þau lög náðu öll að krækja sér í örfá stig frá dómnefndum til að forða sér frá algerri niðurlægingu.

Nigel Farage, helsti baráttumaður fyrir útgöngu Breta, tók niðurstöðunni ekki vel og í færslu sem hann setti á Facebook í gær hvatti hann til þess að Bretar hættu einfaldlega í keppninni fyrst Evrópa kynni ekki að meta snilld Bretlands. Greinilegt væri að Evrópumenn vildu ekki kjósa Breta af afbrýðisemi og fjandskap í kjölfar útgöngu Breta úr ESB. Farage virtist reyndar ekki hafa neitt um breska lagið að segja, bara Bretland.

Truss ráðherra tekur þó í annan streng og telur ekki að óvild í garð Bretlands hafi valdið þessu. Lagið hafi bara verið lélegt. „Ég held að það sé mikið vandamál hvernig við veljum þáttakendur fyrir Eurovision,“ sagði hún. „Við þurfum á meiri samkeppni að halda til að velja lagið.“

Bretar hafa fimm sinnum unnið Eurovison, síðast árið 1997.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir