Neikvæð niðurstaða úr fíkniefnaprófinu

Ítalski hópurinn.
Ítalski hópurinn. AFP

Damiano David, söngvari ít­ölsku sveit­ar­inn­ar Må­neskin sem vann í Eurovisi­on 2021 á laugardag, fékk í dag neikvæða niðurstöðu úr fíkniefnaprófi. David fór sjálfviljugur í fíkniefnapróf eftir að hafa verið sakaður um að hafa tekið kókaín í beinni útsendingu. 

Myndband af David beygja sig og hnykkja höfðinu til hliðar fór eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. David sagði sjálfur í yfirlýsingu á laugardaginn að hann hefði aldrei neytt eiturlyfja og hann væri reiðubúinn að fara í lyfjapróf. 

Í tilkynningu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva kemur fram að málinu sé lokið og staðfest sé að fíkniefna hafi ekki verið neytt í Græna herberginu á úrslitakvöldinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar