Vinsælasta myndband YouTube selt fyrir 94 milljónir

Bræðurnir Harry og Charlie hafa verið vinsælir á YouTube frá …
Bræðurnir Harry og Charlie hafa verið vinsælir á YouTube frá árinu 2007. Skjáskot/YouTube

Hið víðfræga myndband, Charlie Bit My Finger, er á útleið af YouTube eftir að upprunaleg útgáfa þess á NFT-formi var seld fyrir 94 milljónir íslenskra króna. NFT er skráarform sem nýtir dulkóðun sem byggir á bálkakeðjum en með þeim er hægt að sannreyna að um upprunalega útgáfu sé að ræða. 

Myndbandið krúttlega af þeim bræðrum Charlie og Harry var seld á uppboði um helgina. Tveir aðilar á netinu, 3fmusic og mememaster, kepptust um myndbandið og að lokum hafði 3fmusic betur. 

Myndbandið var sett á YouTube árið 2007 og síðan þá hefur það verið spilað 880 milljón sinnum. Fyrir uppboðið stóð til að taka það út af YouTube en enn sem stendur er hægt að horfa á það.

NFT-formið nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir og er þetta ekki fyrsta salan á sögulegum fyrirbærum á netinu. Í apríl seldi Zoë Roth mynd af sér fyrir 59 miljónir króna. Myndin komst einnig á flug árið 2007 og hefur verið notuð í fjölda brandara síðan þá.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar