„Ég strunsaði að minnsta kosti ekki út úr Eurovision“

Piers Morgan vandar tónlistarmanninum James Newman ekki kveðjurnar eftir slaka …
Piers Morgan vandar tónlistarmanninum James Newman ekki kveðjurnar eftir slaka frammistöðu í Eurovision um helgina. AFP

Breski sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan virðist ekki sáttur við frammistöðu Breta í Eurovision um helgina ef marka má færslu hans á Twitter eftir keppnina en söngvarinn og lagahöfundurinn James Newman sem keppti fyrir hönd Breta hlaut ekki stakt stig fyrir lag sitt „Embers“.

„Bretland fékk ekki núll stig í Eurovision söngvakeppninni vegna einhvers konar illkvittinnar hefndar fyrir Brexit,“ segir hann í færslu sinni en orðrómar hafa verið um að slakt gengi Breta megi ráðast af útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Við fengum núll stig vegna þess að við vorum með skítalag, flutt af skítasöngvara með skítaframmistöðu. Endir,“ heldur Piers áfram en vert er að nefna að James Newman sem flutti lagið er einnig höfundur þess.

Newman virðist þó ekki sleginn út af laginu þrátt fyrir mótbyr Piers en hann svarar honum: „Hey Piers, mér þykir miður að þér líkaði ekki við lagið en ég strunsaði að minnsta kosti ekki út!“ og vísar þar til frægs atviks fyrr á árinu þegar Piers rauk út úr beinni sjónvarpsútsendingu eftir rökræður í þættinum Good Morning Britain og sagði í kjölfarið upp störfum.

Þrátt fyrir slakt gengi í keppninni sjálfri þá hefur Newman hlotið mikla athygli fyrir fagmanlega hegðun við stigunum núll. Þá hefur fjöldi netverja lýst yfir stuðningi við hann á samfélagsmiðlum.

James Newman hefur samið lög með frægum tónlistarmönnum á borð við Jess Glynne, Calvin Harris og Ed Sheeran og er auk þess stóri bróðir tónlistarmannsins John Newman sem þekktastur er fyrir lagið „Love Me Again“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar