Mark York látinn, aðeins 55 ára

Mark York er látinn, aðeins 55 ára
Mark York er látinn, aðeins 55 ára Skjáskot/Youtube

Leikarinn Mark York er látinn 55 ára að aldri. Hann er hvað þekktastur fyrir leik sinn í bandarískri endurgerð sjónvarpsþáttanna „The Office“ þar sem hann lék Billy Merchant. Leikarinn ólst upp í Ohioríki, en fór ungur til Kaliforníu til að eltast við leikaradrauminn. 

York hefur notað hjólastól síðan árið 1988. Hann fékk lítil hlutverk í sjónvarpsþáttum á borð við „CSI: New York“ og „Fighting Words“, en eitt minnisstæðasta hlutverkið hans verður að teljast í „The Office“.

York lék í fyrstu og annarri þáttaröð og eitt besta atriði hans kom í 14. þætti „The Injury“ í annarri þáttaröð, þegar Michael Scott, sem stórleikarinn Steve Carell leikur, fær Billy Merchant á skrifstofuna til að taka þátt í kynningu á málefnum fatlaðra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar