Spacey snýr aftur á skjáinn

Kevin Spacey.
Kevin Spacey. AFP

Leikarinn Kevin Spacey er kominn með lítið hlutverk í ítalskri kvikmynd sem leikstýrt er af Franco Nero. Spacey hefur haldið sig til hlés frá árinu 2017 eftir að hann var sakaður um að hafa beitt kynferðisofbeldi. 

Í kjölfar ásakanana missti hann hlutverk í nokkrum verkefnum, þar á meðal aðalhlutverkið í þáttunum House of Cards. 

Framleiðandinn Louis Nero staðfesti í viðtali við Variety að Spacey færi með hlutverk í kvikmyndinni. Hann mun leika rannsóknarlögreglu í myndinni sem fjallar um blindan listamann sem málar nákvæmar andlitsmyndir af fólki með því að hlusta á rödd þess. 

Franco Nero leikstýrir bæði myndinni og leikur í henni. Hann sagði í samtali við ABC News að hann væri mjög ánægður með að Spacey hefði samþykkt að fara með hlutverk í myndinni. Hann teldi hann frábæran leikara og hlakkaði til að hefja tökur.

Spacey vann Óskarsverðlaun árið 2000 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni American Beauty og einnig árið 1996 fyrir hlutverk sitt í The Usual Suspects. 

Eftir að ásakanir gegn honum komu fram í metoo-bylgjunni var hann klipptur út úr myndinni All The Money in the World sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar