Dómari dæmdi Pitt í hag í forsjárdeilunni

Angelina Jolie og Brad Pitt.
Angelina Jolie og Brad Pitt. AFP

Brad Pitt og Angelina Jolie munu fara saman með forsjá fimm barna þeirra. Hjónin fyrrverandi hafa staðið í langri forræðisdeilu síðan Jolie sótti um skilnað árið 2016 en nú liggur niðurstaða loksins fyrir. 

Dómari sem var ráðinn til að dæma í málinu, John Ouderkirk, dæmdi í hag Pitt, en dómurinn mun gefa Pitt færi á að eyða mun meiri tíma með börnum sínum. 

Jolie og Pitt eru foreldrar Pax, 17 ára, Zahara, 16 ára, Shiloh, 14 ára og 12 ára tvíburanna Vivienne og Know. Þá eiga þau soninn Maddox sem er 19 ára. 

Fram kemur á BBC að úrskurður dómarans sé tímabundinn og að Jolie muni halda baráttu sinni fyrir dómstólum áfram. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar