Pitt var uppáhaldsgestaleikari Aniston

Jennifer Aniston og Brad Pitt árið 2004.
Jennifer Aniston og Brad Pitt árið 2004. AFP

Leikkonan Jennifer Aniston segir að fyrrverandi eiginmaður hennar Brad Pitt hafi verið uppáhaldsgestaleikarinn hennar í Friends. 

Aniston ræddi við Kit Hoover í Access Hollywood á dögunum ásamt Courteney Cox og Lisu Kudrow. Allar voru þær beðnar að nefna sinn uppáhaldsaukaleikara. 

Þær nefndu Ben Stiller, Reese Witherspoon, Charlie Sheen, Tom Selleck og Paul Rudd. Að lokum sagði Aniston: „Herra Pitt var yndislegur,“ sagði Aniston. Kudrow samsinnti henni og sagði hann hafa verið frábæran.

Pitt var gestaleikari í einum þætti sem fór í loftið árið 2001, The One With the Rumour. Þá voru þau Aniston enn gift. Hann var tilnefndur til Emmy-verðlauna fyrir þáttinn.

Endurkomuþáttur Friends verður aðgengilegur á streymisveitu HBO Max á morgun, fimmtudag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar