Leikarinn Samuel E. Wright er látinn 74 ára að aldri. Leikarinn léði krabbanum Sebastían í teiknimyndinni Litlu hafmeyjunni rödd sína. Hann lék einnig Múfasa í fyrstu uppfærslu Broadway af Konungi ljónanna.
Hann lést á heimili sínu í Walden í New York mánudaginn 24. maí eftir baráttu við krabbamein í blöðruhálskirtli.
Minning hans hefur verið heiðruð víða um Bandaríkin, meðal annars á stóru skilti fyrir utan Broadway leikhúsið í New York.
Wright fæddist í Camden í Suður Karólínu árið 1946. Hann lætur eftir sig eiginkonuna Amöndu Wright og þrjú börn, Keely, Dee og Sam.
“Look at the stars. The great kings of the past look down on us from those stars.” Rest In Peace, Samuel E. Wright | 1946 – 2021
— The Lion King - Musical (@TheLionKing) May 25, 2021
Original Broadway Cast, Mufasa. pic.twitter.com/MDuQAZJalZ