Bond áfram á hvíta tjaldinu

Daniel Craig leikur James Bond.
Daniel Craig leikur James Bond. AFP

James Bond-myndir framtíðarinnar munu áfram verða frumsýndar í kvikmyndahúsum, þrátt fyrir að Amazon hafi keypt kvikmyndastúdíóið sem er meðeigandi að réttinum á Bond-myndunum. 

Amazon keypti á dögunum framleiðslufyrirtækið MGM fyrir 8,45 milljarða bandaríkjadala. 

Framleiðendur Bond-myndanna, Barbara Broccoli og Michael G Wilson, segja að samningurinn þýði ekki að Bond-kvikmyndirnar verði aðeins aðgengilegar á streymisveitu Amazon. 

„Við munum halda áfram að einbeita okkur að því að búa til James Bond-kvikmyndir fyrir áhorfendur í kvikmyndahúsum,“ sögðu þau í tilkynningu. 

Tvö fyrirtæki áttu réttinn að Bond-kvikmyndunum, MGM og Eon Productions, sem Broccoli og Wilson reka. 

Broccoli er dóttir fyrsta framleiðanda Bond-kvikmyndanna, Cubby Broccoli, og þau Wilson munu enn hafa listræna stjórnun yfir Bond.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar