Hjörvar vísar sögum um slagsmál á bug

Dr. Football teymið þegar allt lék í lyndi, Hjörvar er …
Dr. Football teymið þegar allt lék í lyndi, Hjörvar er fyrir miðju og Mikael honum á vinstri hönd Árni Sæberg

Samkvæmt heimildum mbl.is brutust út slagsmál á milli hlaðvarpsstjarnana Hjörvars Hafliðasonar og Mikaels Nikulássonar í gær. Hvor um sig stýra þeir knattspyrnuhlaðvarpsþáttunum Dr. Football og The Mike Show. Meint atvik átti sér stað á veitingastaðnum Spot í Kópavogi þar sem hópur fólks var mætt til að fylgjast með úrslitaleik Villareal og Manchester United í Evrópudeildinni sem fór fram í Gdansk í Póllandi. 

Heimildir herma að handalögmálin tengist hlaðvarpsþættinum Dr. Football, sem er stýrt af einum ástsælasta knattspyrnumarkverði Kópavogs, Hjörvari Hafliðasyni. Hlaðvarpsþættirnir Dr. Football hafa slegið í gegn á Íslandi og hafa um árabil verið vinsælustu hlaðvarpsþættir landsins. 

Er af mörgum talinn besti markvörður sem Kópavogur hefur alið …
Er af mörgum talinn besti markvörður sem Kópavogur hefur alið af sér Brynjar Gauti

Í þáttunum hefur Hjörvar fengið til sín gesti sem eiga það flestir sameiginlegt að hafa sterkar skoðanir á knattspyrnu. Einn vinsælasti gestur Dr. Football hefur verið Mikael Nikulásson. Í vetur byrjaði Mikael eða Mikki með sitt eigið knattspyrnuhlaðvarp The Mike Show við mjög góðar undirtektir og þá í beinni samkeppni við Hjörvar Hafliðason hjá Dr. Football

Ekki liggur ljóst fyrir hvað fór á milli þeirra í gærkvöldi en það er næsta víst að knattspyrnuáhugamenn bíða spenntir eftir næsta hlaðvarpsþætti Dr. Football sem fer í loftið á morgun. Hjörvar Hafliðason vildi ekki tjá sig um málið og vísaði fregnum um meint slagsmál alfarið á bug. Hann sagði að hann og Mikael: „væru bestu vinir.“

Uppfært 16:43

Hjörvar viðurkenndi í færslu í Facebook hóp hlaðvarpsins að honum og Mikael hafi lent saman í gærkvöldi. 

Skjáskot/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar