Lést í skelfilegu slysi

Kevin Clark ásamt Jack Black.
Kevin Clark ásamt Jack Black. skjáskot/Instagram

School of Rock-stjarnan Kevin Clark er látinn 32 ára að aldri. Clark lést í slysi í miðborg Chicago í Bandaríkjunum. Clark var að hjóla heim seint að kvöldi þegar bíll ók á hann. Hann var fluttur á spítala þar sem hann var úrskurðaður látinn. 

Clark er hvað þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk trommuleikarans í kvikmyndinni School of Rock sem leikarinn Jack Black fór fyrir. 

Shcool of Rock er eina kvikmyndin sem hann lék í en hlutverkið fékk hann af því að hann gat spilað á trommur.

Black minntist Clarks í færslu á Instagram. „Skelfilegar fréttir. Kevin er farinn. Allt of snemma. Falleg sál. Svo margar góðar minningar. Hjarta mitt er brotið. Sendi ást til fjölskyldu hans og alls School of Rock-samfélagsins,“ skrifaði Black. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar