Rúrik og Natan keppa í úrslitum í kvöld

Natan Dagur keppir í úrslitaþætti Voice í Noregi og Rúrik …
Natan Dagur keppir í úrslitaþætti Voice í Noregi og Rúrik Gíslason keppir í úrslitaþætti Let's Dance.

Fyrr­ver­andi landsliðsmaður­inn Rúrik Gísla­son kepp­ir ásamt Renötu Lus­in í úr­slitaþætti Let's Dance í Þýskalandi í kvöld. Rúrik hef­ur átt góðu gengi að fagna í kepnn­inni und­an­farna mánuði. 

Ann­ar Íslend­ing­ur, söngv­ar­inn Natan Dag­ur kepp­ir til úr­slita í The Vocie í Nor­egi í kvöld. Keppni hefst klukk­an 18 að ís­lensk­um tíma. Natan hef­ur rúllað upp síðustu þátt­um og heillað norsku þjóðina upp úr skón­um. 

Það má því sanni segja að Íslend­ing­ar verði í brenni­depl­in­um í út­lönd­um í kvöld. 

Rúrik hef­ur tryllt þýsku þjóðina hvert föstu­dags­kvöldið á eft­ir öðru. Mikið hef­ur farið fyr­ir um­fjöll­un um Rúrik í þýsk­um fjöl­miðlum og var hann meðal ann­ars á forsíðu fylgi­rits þýska Play­boy nú í vor.

Natan Dag­ur hef­ur sömu­leiðis gert gott mót í Nor­egi en fyrsta áheyrnaprufa hans, svo­kölluð blind áheyrnaprufa, vakti mikla at­hygli og hef­ur hún verið spiluð yfir 1,4 millj­ón sinn­um á Youtu­be.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Lítið bros getur dimmu í dagsljós breytt. Fólk sér nýja hlið á þér sem er að öðlast vald og bregst við á magnaðri máta en þú hefðir getað ímyndað þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Lítið bros getur dimmu í dagsljós breytt. Fólk sér nýja hlið á þér sem er að öðlast vald og bregst við á magnaðri máta en þú hefðir getað ímyndað þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant