Bieber og Lady Gaga fjarlægð úr þættinum

Vinir vinanna eiga ekki upp á pallborðið hjá stjórnvöldum í …
Vinir vinanna eiga ekki upp á pallborðið hjá stjórnvöldum í Kína. AFP

Kínverskir aðdáendur sjónvarpsþáttanna Friends urðu margir hverjir fyrir vonbrigðum þegar þeir settust niður til að horfa á sérstakan endurfundaþátt vinanna, sem kom út í vikunni.

Búið var að fjarlægja nokkrar helstu gestastjörnur þáttarins, söngkonuna Lady Gaga, söngvarann Justin Bieber og kóreska strákabandið BTS úr þættinum.

Ekki sagt réttu hlutina

Allir hafa tónlistarmennirnir það til saka unnið að tjá sig um málefni Kína og nágrannaríkja með öðrum hætti en ráðamönnum í Kína hugnast.

Lady Gaga var meinað að halda tónleika í Kína árið 2016 eftir að hafa fundað með Dalai Lama, andlegum leiðtoga Tíbeta, sem Kínverjar líta á sem aðskilnaðarsinna. 

Bieber hefur sömuleiðis verið í ónáð Kínastjórnar frá árinu 2014 er hann deildi mynd af sér við Yasukuni-hof í Tókýó þar sem Japanir heiðra fallna hermenn sína, þar á meðal dæmda stríðsglæpamenn úr síðari heimsstyrjöld. Hann baðst síðar afsökunar á myndbirtingunni.

Strákabandið BTS lenti síðan á svarta listanum í fyrra þegar liðsmenn þess vitnuðu til Kóreustríðsins sem „sögulegrar þjáningar“ án þess þó að nefna þátttöku Kínverja beinum orðum.

Kínverskir Friends-aðdáendur voru einnig fljótir að koma auga á að allar vísanir til hinsegin samfélagsins höfðu sömuleiðis verið fjarlægðar. Fyrir vikið var þátturinn, sem birtur var á þremur kínverskum streymisveitum, nokkrum mínútum styttri en alþjóðleg útgáfa hans, sem birtist á streymisveitunni HBO Max á fimmtudag, en sá var 104 mínútur að lengd.

Sjónvarpsþættirnir Friends, sem segja frá sex iðjuleysingjum í New York, voru á dagskrá árin 1994-2004 og njóta enn feikivinsælda. Lengi hefur verið rætt um endurkomu vinanna á skjáinn. Aðdáendum varð að einhverju leyti að ósk sinni með þessum þætti, sem þó er ekki hefðbundinn þáttur heldur líkari spjallþætti þar sem leikararnir ræða um þáttaröðina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka