Rapparinn Diddy birti í vikunni gamla mynd af sér og söngkonunni Jennifer Lopez á Instagram. Þegar myndin var tekin voru þau Lopez í sambandi. Lopez er núna í nýlegu sambandi með leikaranum Ben Affleck og hefur mikið farið fyrir sambandi þeirra í fjölmiðlum.
Diddy og Lopez voru saman frá september 1999 og fram í febrúar 2001. Affleck og Lopez voru seinna í sambandi en þau trúlofuðu sig árið 2002. Síðan frestuðu þau fyrirhuguðu brúðkaupi árið 2003 og slitu sambandi sínu 2004.
Það vakti því mikla athygli þegar þau tóku þráðinn upp aftur, rúmum 15 árum eftir að þau slitu trúlofun sinni.
Myndbirting Diddy hefur vakið kátínu hjá mörgum og í athugasemdakerfinu grínast með þaða ð Diddy ætti að reyna vinna hjarta Lopez aftur.