Boris Johnson kvænist í þriðja sinn

Boris Johnson og eiginkona hans, Carrie Symonds. Myndin er tekin …
Boris Johnson og eiginkona hans, Carrie Symonds. Myndin er tekin fyrr í mánuðinum. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, kærasta hans til þriggja ára, gengu í það heilaga í Westminster-dómkirkjunni í Lundúnum á laugardag.

Breskir miðlar lýsa athöfninni sem leynibrúðkaupi og að aðeins nánustu vinir og ættingjar brúðhjónanna hafi verið viðstaddir. Áður höfðu erlendir miðlar sagt að brúðkaup þeirra færi fram á næsta ári.

Forsætisráðuneytið hefur ekki viljað staðfesta ráðahaginn, en Vicky Ford, ráðherra í ríkisstjórn Johnsons, er meðal þeirra sem hafa óska hjónunum til hamingju á Twitter.

Johnson er þrígiftur og á hið minnsta sex börn. Samband þeirra Symonds hófst árið 2018 er Johnson var enn kvæntur annarri eiginkonu sinni, en Symonds vann þá sem yfirmaður almannatengsladeildar Íhaldsflokksins.

Þegar Bor­is John­son var kjör­inn for­sæt­is­ráðherra árið 2019 varð hann fyrsti for­sæt­is­ráðherra lands­ins til að flytja inn í for­sæt­is­ráðherra­bú­staðinn í Down­ingstræti með kær­ustu sinni. All­ir aðrir for­sæt­is­ráðherr­ar hafa ým­ist verið gift­ir eða ein­hleyp­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka