Lisa Marie Presley, dóttir Pricillu og Elvis Presley, er aðeins einni undirskrift frá því að fá að skilja við Michael Lockwood. Presley hefur beðið í fimm ár eftir því að geta fengið að skilja.
Dómari hefur samþykkt ósk Presley um að skipta skilnaðinum upp í tvennt. Þau geti skilið formlega og breytt hjúskaparstöðu sinni án þess að þurfa að skipta upp eignum sínum strax.
Presley og Lockwood hafa tekist á um skiptingu eigna undanfarin ár og hann farið fram á að hún greiði honum framfærslueyri. Hún hefur alfarið hafnað því.